Rabarbaraskonsur

Enskar skonsur
350 gr. hveiti eða spelt
70 gr. pálmasykur
2 tesk. lyftiduft
1 tesk. kanill
1/4 tesk múskat
1 tesk. salt
100 gr. kalt smjör
1 egg
1 - 1 1/2 dl. mjólk
125 gr. smátt saxaður rabarbari

Blandið saman hveiti, sykri, lyftidufti, kryddi og salti. Skerið smjörið í bita og hrærið saman við. Mér finnst gott að gera þetta í hrærivél eða matvinnsluvél og hræra þar til áferðin á blöndunni líkist haframjöli. Þeytið saman egg og mjólk og hnoðið ásamt rabarbaranum saman við hveitiblönduna.

Setjið deigið á hveitistráð borð og fletjið út í kringlótta köku, um 20 sm. í þvermál. Skerið kökuna í 8 bita og setjið á pappírsklædda bökunarplötu. Penslið hvern bita með mjólk og bakið við 200° í 20 -25 mínútur. 

Ummæli