Mömmukökur

Mömmukossar
125 gr. sykur
250 gr. síróp
125 gr. smjör
1 egg
500 gr. hveiti
2 tesk. matarsódi
½ tesk. engifer
1 tesk. negull
1 tesk. kanell
Hitið sykur, síróp og smjör í potti. Kælið svolítið og hrærið egginu saman við. Blandið þurrefnunum út í. Hnoðið og setjið í kæli yfir nótt. Fletjið deigið fremur þunnt út og stingið út kökur. Bakið við 190° þar til kökurnar verða millibrúnar eða í uþb 5-7 mínútur.

krem:
2 bollar flórsykur
1 eggjarauða
3 matsk. smjör(mjúkt)
2 matsk. rjómi (óþeyttur)
½ tesk. vanillusykur
Þeytið flórsykur og eggjarauðu saman. Blandið smjöri, rjóma og vanillusykri saman við. Þegar kökurnar eru orðnar kaldar eru þær lagðar saman tvær og tvær með kreminu á milli.

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Uppskriftin sem ég fékk frá ömmu gömlu á sínum tíma er allt öðruvísi, enginn kanill eða negull, þetta er hinsvegar nákvæmlega eins og piparköku uppskriftin sem ég fékk frá henni.
Fanney sagði…
Já sennilega eiga flestar fjölskyldur sínar uppskriftir að ýmsum smákökum og það er gaman að því að þær skuli ekki allar vera eins :-)
Kv.
Fanney
Nafnlaus sagði…
Hversu margar kökur gerir þetta?
Fanney sagði…
Ég verð nú bara að viðurkenna að ég veit það ekki - en þetta er frekar stór uppskrift! Ég bakaði hana einu sinni tvöfalda og það var of mikið fannst mér!
Kv.
Fanney
Nafnlaus sagði…
Mmm.... þessar eru rosalega góðar - finnst svo gott að hafa kanilinn og negulinn líka, það gefur svo jólalegt og gott bragð. Takk fyrir uppskriftina :-)
Fanney sagði…
Takk fyrir það - það er gaman að heyra :-)
Kv.
Fanney
Nafnlaus sagði…
Þessar eru æði mæli sko með þeim ;) Nammi nú meiga jólin koma
Fanney sagði…
Takk fyrir það - við bökum þær einmitt alltaf fyrir jólin :-)
Kv.
Fanney
Nafnlaus sagði…
Þessi uppskrift er nákvæmlega eins og mín sem amma og mamma bökuðu nema það er ekki kanill og negull. En hér einu sinni urðu þær alltaf mjúkar srax og kremið var komið á en síðustu ár verða þær ekki mjúkar, einhver sem veit hver getur verið ástæðan ?
Fanney sagði…
Getur verið að deigið sé aðeins of þunnt útflat hjá þér - það er það eina sem mér dettur í hug að geti valdið því að kökurnar séu of harðar!
Gangi þér vel í bakstrinum :-)
Kv.
Fanney
Nafnlaus sagði…
Nei, þær urðu aldrei mjúkar um leið og kremið var komið á, þær hafa alltaf þurft svo lítin tíma í lokuðu boxi.