Skólastjórasúpa

3–4 matsk. olía
1 1/2 matsk. karrý
1 heill hvítlaukur
1 blaðlaukur
1 rauð paprika
1 græn paprika
1 lítið blómkálshöfuð
1 lítið brokkolihöfuð
1 flaska Heins Chilisósa
1.5 líter kjúklinga- eða grænmetissoð
400 gr. rjómaostur
1 peli rjómi
4 kjúklingabringur
Salt og pipar

Grænmetið skorið og steikt ásamt karrýinu. Chilisósa og soð sett í pottinn ásamt rjómaosti og rjóma. Hrært vel í á meðan suðan kemur upp.
Kjúklingabringurnar kryddaðar og steiktar, skornar í bita og settar út í súpuna rétt áður en hún er borin fram.

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Fékk þessa súpu í matarboði hjá vinkonu minni um daginn.... Alveg agalega góð:-)
Nafnlaus sagði…
Alveg frábær súpa sjaldan smakkað betri súpu.:-)
Nafnlaus sagði…
Hvað ætli þetta sé fyrir marga?
Inga G.M. sagði…
Þetta er frábær súpa það verð ég að segja. Hún var borin fram í matarboði sem ég var í kvöld og sló í gegn. Ég á eftir að hafa þessa uppskrift nálægt mér vegna þess að þetta er virkilega góð súpa.
Nafnlaus sagði…
Hef notað þessa uppskriftog get algjörlega mælt með þessari súpu.
Fanney sagði…
Takk fyrir það - mér finnst hún líka mjög góð :-)
Kv.
Fanney
Nafnlaus sagði…
Er þörf á að betrum bæta súpuna eitthvað?
Fanney sagði…
Nei það finnst mér ekki - en það er auðvitað smekksatriði!
Kv.
Fanney
Nafnlaus sagði…
Besta súpa sem ég hef fengið.
Fanney sagði…
Takk fyrir það!
Nafnlaus sagði…
hvað helduru að þessi uppskrift sé fyrir marga?
Fanney sagði…
Hún er fyrir 6-8 manns.
Kv.
Fanney
JB and Disa sagði…
Fékk þessa súpu þegar ég var heima í sumar ....ALVEG FRÁBÆR.....
Er ađ fara ađ búa hana til hér heima ( usa) hvernig karrý er þetta sem þú notar.....duft eđa ??
Fanney sagði…
En gaman að heyra :-) Ég nota karrýduft frá Rajah en það er um að gera að nota það karrý sem þér finnst best.
Kv.
Fanney
Nafnlaus sagði…
Endaði þessa í gær og bætti gulrótum í hana og fleiri bringum og við vorum 10 og ekki mikill afgangur því hún var svo góð. Á pottþétt eftir að elda hana aftur.
Unknown sagði…
Ég var að spá í að gera þessa súpu fyrir ca. 30 manns.
Hvað haldiði að þurfi að margfalda uppskriftina oft?
Fanney sagði…
Vonandi kemur þetta ekki of seint - en ég myndi gera fimmfalda uppskrift. Betra að vera með afgang en of lítið.

Gangi þér vel,
Fanney
Nafnlaus sagði…
Er þessi súpa borin fram með einhverju sérstöku? eða bara brauði kannski ? :)
Fanney sagði…
Ég hef bara haft gott brauð og smjör með henni - en það væri líka gott að hafa súpuna sem hluta af máltíð og vera þá kannksi með salat líka.
Kv.
Fanney
Nafnlaus sagði…
Þetta er alveg frábær súpa. Er búin að elda hana nokkrum sinnum. Takk fyrir frábæra uppskrift.
Takk fyrir það - hún er einmitt í miklu uppáhaldi hjá okkur líka!
Unknown sagði…
Snilldar súpa. Nota hana oft.
Steinunn sagði…
Alger snilldarsúpa. Hún er frábær. Takk fyrir uppskriftina.
Nafnlaus sagði…
Alveg frábær súpa, þegar ég elda kjúklingasúpu, þá er það þessi einstaklega góða súpa. Takk fyrir þessa góðu uppskrift.