Sýnir færslur með efnisorðinu Grænmetisréttir. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu Grænmetisréttir. Sýna allar færslur

miðvikudagur, 21. nóvember 2012

Grænmetislasagne

Grænmetislasanja Sósa:
2 dósir niðursoðnir tómatar
3 hvítlauksrif
1 laukur
1 tesk. timian
1 dl. vatn
2 matsk. olía
salt og pipar
Saxið laukinn og hvítlaukinn og látið krauma í olíunni í stutta stund.
Setjið timian, vatn, og tómata saman við og kryddið til með salti og pipar. Látið sósuna sjóða rólega í 30 mínútur og maukið hana síðan.

Lasagna:
1 rauðlaukur
250 gr. gulrætur
150 gr. kúrbítur
300 gr. spergilkál
1 rauð paprika
100 gr. ristaðar casew hnetur
500 gr. kotasæla
10-12 lasagnablöð (eða eins og þarf í formið)
100 gr. rifinn parmesanostur
200 gr. rifinn ostur
Saxið grænmetið og sjóðið í 3-4 mínútur í saltvatni. Hellið vatninu af og blandið grænmetinu saman við tómatsósuna. Setjið til skiptis í eldfast mót: sósu, lasagnablöð og kotasælu. Parmesan ostur og casew hnetur settar á milli. Að lokum er rifna ostinum stráð yfir og bakað við 180 gráður í 40 mínútur eða þar til osturinn hefur tekið góðan lit.

miðvikudagur, 17. ágúst 2011

Kókossúpa með núðlum

Tælensk núðlusúpa

2 dósir kókosmjólk
4 dl. vatn
3 hvítlauksrif
3 matsk. ferskur engifer
3-4 matsk. fiskisósa
1 rautt chili
1 kínakálshöfuð
1 búnt ferskt kóríander
1 pakki hrísgrjónanúðlur
Salt og pipar

Núðlurnar soðnar eftir leiðbeiningum á pakka. Kókosmjólk og vatn sett í pott, hvítlaukur og engifer rifið smátt og sett út í ásamt fiskisósu og smátt söxuðu, fræhreinsuðu chili. Látið sjóða í nokkrar mínútur og bragðbætt með salti og pipar ef þarf. Kínakálið saxað gróft og sett saman við og látið sjóða þar til það er mjúkt. Að lokum er soðnum núðlunum blandað saman við súpuna og söxuðu kóríander stráð yfir.

laugardagur, 7. maí 2011

Grískt pastasalat

350 gr. penne pasta
1 kíló vel þroskaðir tómatar
1 blaðlaukur
1 krukka fetaostur í olíu
1 búnt dill
Salt og pipar

Skerið tómatana í tvennt, takið fræin innan úr þeim og saxið þá svo smátt. Saxið blaðlaukinn smátt ásamt dillinu og hrærið saman við tómatana. Sjóðið pastað samkvæmt leiðbeiningum og setjið það heitt saman við grænmetið. Blandið að lokum fetaostinum og olíunni saman við, saltið og piprið eftir smekk og borðið með góðu brauði.

föstudagur, 12. september 2008

Penne með graskeri og sveppum

Pasta með graskeri og sveppum
300 gr. penne pasta
1 grasker (butternut squash)
1 rauðlaukur
150 gr. sveppir
4 hvítlauksrif
1 tesk. oregano
salt, pipar, ólífuolía

Sósa:
1 matsk. ólífuolía
1 laukur
1 dl. hvítvín
1.5 dl. rjómi
salt og pipar

Graskerið afhýtt, skorið í bita og sett í ofnskúffu. Rauðlaukur og sveppir skorin í sneiðar og sett ofan á graskerið. Hvílaukurinn marinn og dreift yfir. Ólífuolíu dreypt yfir ásamt kryddinu. Bakað við 200° í 30-40 mínútur, hrært í nokkrum sinnum.

Á meðan grænmetið er eldað er sósan búin til. Laukurinn saxaður smátt og eldaður í ólífuolíunni þar til hann er mjúkur en hefur ekki brúnast. Hvítvíninu hellt saman við og látið sjóða í nokkrar mínútur eða þar til vínið hefur soðið niður um rúmlega helming. Rjómanum bætt við og látið sjóða nokkrar mínútur eða þar til sósan er þykk. Bragðbætt með salti og pipar.

Blandið soðnu pastanu saman við sósuna ásamt 3/4 af grænmetinu. Sett á stóran disk og afganginum af grænmetinu dreift yfir.

föstudagur, 1. ágúst 2008

Frönsk tómatbaka

Smjördeigsbaka með tómötum
375 gr. smjördeig
150 gr. mascarpone ostur
50 gr. rifinn parmesan ostur
12-14 tómatar
salt, pipar, ólífuolía

Pestó:
50 gr. basil (eingöngu laufin)
2 hvítlauksrif, söxuð
3 matsk. ólífuolía
3 matsk. furuhnetur
3 matsk. rifinn parmesan ostur

Byrjið á að búa til pestóið, allt sett í matvinnsluvél og maukað. Bragðbætt með salti ef þarf.

Smjördeigið flatt út í 25x35 sentimetra ferning og sett á bökunarplötu. Mascarpone, parmesan og helmingurinn af pestóinu hrært saman og smurt yfir smjördeigið, 2 sentimetra kantur skilinn eftir. Tómatarnir skornir í sneiðar og raðað þétt yfir, fyrsta og síðasta sneiðin eru ekki notaðar. Salti, pipar og ólífuolíu dreift yfir og bakað við 200° í 40 mínútur. Þá er hitinn lækkaður í 150° og bakað áfram í 30 mínutur. Áður en bakan er borin fram er afganginum af pestóinu dreift yfir.

laugardagur, 5. apríl 2008

Bleikt byggsalat

Byggsalat með rauðrófum

1.5 dl. bygg
250 gr. soðnar rauðrófur, ekki í ediki
1 rauðlaukur
100 gr. feta ostur
1 lime
100 gr. salatblöð
1 matsk. furuhnetur (má sleppa)
ólífulía
salt, pipar

Byggið er lagt í bleyti í 4.5 dl. af vatni og safa úr hálfu lime. Látið standa í nokkra klukkutíma, helst yfir nótt. Soðið í 20-30 mínútur eða þar til það er mjúkt og síðan skolað undir rennandi köldu vatni.
Rauðrófurnar skornar í litla bita, rauðlaukurinn skorinn í þunnar sneiðar og blandað saman við byggið. Ólífuolíu dreypt yfir ásamt safa úr hálfu lime, saltað og piprað.
Salatblöðin söxuð og sett á fat. Byggsalatið sett yfir ásamt furuhnetunum og fetaosturinn mulinn yfir.

föstudagur, 4. apríl 2008

Spanakopita

Grísk spínatbaka
200 gr. fillo deig
500 gr. spínat
250 gr. blaðlaukur
1 laukur
150 gr. fetaostur, mulinn
2 egg
salt

Blaðlaukurinn skorinn í sneiðar og laukurinn saxaður smátt. Steikt í olíu þar til mjúkt. Spínatið sett á pönnuna og steikt áfram í nokkrar mínútur eða þar til það er eldað. Eggin og fetaosturinn hrært saman ásamt salti og spínatblöndunni blandað saman við. Fillo deigs arkirnar penslaðar með olíu og 3/4 settar í botninn á eldföstu móti, látið deigið ná vel yfir hliðarnar. Fyllingin sett í mótið og afgangurinn af deiginu settur yfir. Hliðarnar brotnar yfir og bakað við 200° í um 45 mínútur.

Dakos

Dakos salat
100 gr. grófar bruður
9 tómatar
150 gr. geitaostur
ólífuolía
salt

Bruðurnar settar örsnöggt undir rennandi kalt vatn og síðan muldar gróft á stóran disk. Ólífuolíu dreift yfir og saltað. Tómatarnir afhýddir og kjarnhreinsaðir og síðan stappaðir. Dreift yfir bruðurnar og saltaðir lítillega. Geitaosturinn mulinn og dreift yfir. Að lokum er örlítilli ólífuolíu dreift yfir.

sunnudagur, 30. mars 2008

Karrý með sætum kartöflum og spínati

Karrý með sæturm katöflum og spínati
500 gr. sætar kartöflur
1 laukur
2 hvítlauksrif
1 tesk. turmeric
1 rautt chilli
1 dós kókosmjólk
125 gr. spínat
salt

Sætu kartöflurnar skornar í bita og soðnar í 8-10 mínútur. Vatnið sigtað frá og kartöflurnar settar til hliðar. Laukurinn saxaður og steiktur ásamt hvítlauk og turmeric í nokkrar mínútur. Chillið saxað smátt og fræin fjarlægð, bætt á pönnuna og steikt í 2 mínútur í viðbót. Kókosmjólkinni hellt út í og látið sjóða þar til sósan hefur þykknað lítillega. Bætið þá sætu kartöflunum við, saltið og sjóðið í um 5 mínútur. Að síðustu er spínatið sett á pönnuna, lok sett á og látið sjóða í 2-3 mínútur þar til spínatið er mjúkt.

Lauk bhaji

Indverskir laukklattar bhaji
1 laukur
1/4 tesk. coriander
1/4 tesk. cumin
1/4 tesk. chilli duft
50 gr. spelt
1 matsk. lyftiduft
salt
kalt vatn

Laukurinn skorinn í tvennt, helmingurinn saxaður og hinn helmingurinn skorinn í sneiðar. Spelti, lyftidufti og kryddi blandað saman í skál. Nokkrum matskeiðum af köldu vatni hrært saman við svo að úr verði þykkt deig. Lauknum blandað saman við og mótaðar 4 kökur sem eru steiktar í olíu þar til þær eru fallega brúnaðar.

laugardagur, 29. mars 2008

Parmigiana di Melanzane

Eggaldin með tómatsósu
2 dósir niðursoðnir tómatar
2 laukar
4 hvítlauksrif, marin
1/2 rautt chilli, saxað smátt
1 tesk. þurrkað oregano
salt og pipar
4 eggaldin
1 búnt ferskt basil
2 kúlur mozzarella ostur (250 gr.)
Rifinn parmesanostur

Laukurinn saxaður og mýktur í olíu í potti. Hvítlauk og chilli bætt við og látið krauma í nokkrar mínútur. Tómatarnir settir í pottinn ásamt kryddi og látið sjóða við vægan hita meðan eggaldinið er steikt. Þegar sósan er tilbúin er hún maukuð.
Eggaldinið skorið í 1 sm. þykkar sneiðar og penslað með ólífuolíu. Steikt á pönnu þar til það er vel brúnað.
Sett í eldfast mót, eggaldinsneiðar, basil, tómatsósa, mozzarellaostur, þetta ætti að gera tvö lög. Parmesanostinum stráð yfir og bakað við 180° í 35-40 mínútur.

miðvikudagur, 26. mars 2008

Ítölsk grænmetissúpa

Grænmetissúpa með pasta Ég held að þessi uppskrift hafi upphaflega komið úr bókinni Af bestu lyst

1 kg. grænmeti (má vera hvað sem er)
3 hvítlauksrif
1 1/2 líter grænmetissoð eða vatn
1 dós niðursoðnir tómatar
3 msk tómatpuré
1 tsk marjoram
250 gr. pasta
salt og pipar

Grænmetið skorið í litla bita og léttsteikt í potti. Soði, niðursoðnum tómötum, tómatþykkni og kryddi er bætt í pottinn og látið sjóða í 10 mínútur. Bætið þá pastanu við og látið sjóða í 10 mínútur í viðbót.
Berið fram með rifnum parmesan osti.

þriðjudagur, 25. mars 2008

Sætkartöflusalat með fetaosti

Sætar kartöflur með fetaosti
1 kg. sætar kartöflur, skornar í sneiðar
100 gr. spínat
1 rauðlaukur, skorinn í þunnar sneiðar
200 gr. fetaostur
4 matsk. sólblómafræ
3 matsk. ólífuolía
1 matsk. balsamedik
1 matsk. hunang
1 matsk. sinnep

Sætu kartöflurnar soðnar í 5 - 10 mínútur. Penslaðar með olíu og grillaðar á útigrilli eða grillpönnu.
Olía, edik, hunang og sinnep hrært vel saman.
Spínati, lauk, fetaosti og sólblómafræjum blandað saman og sett í fat eða skál. Kartöflusneiðarnar settar saman við og sósunni hellt yfir.

föstudagur, 22. febrúar 2008

Graskersbaka með geitaosti

Baka með graskeri og geitaosti
Botn:
1 1/2 bolli hveiti
1/2 tesk. salt
125 gr. smjör
1/3 bolli kalt vatn
Öllu hnoðað hratt saman eða sett í matvinnsluvél. Deigið flatt út, sett í bökudisk og forbakað við 200° í 15 mínútur.

Fylling:
1 lítið grasker (butternut squash)
1 rauðlaukur
4 hvítlauksrif, heil og með pappírnum
1 matsk. fersk salvía
150 gr. mjúkur geitaostur
100 gr. geitaostrúlla
salt og pipar
Graskerið afhýtt, skorið í litla bita og sett í eldfast mót. Rauðlaukurinn skorinn í litla bita og settur yfir ásamt hvítlauknum. Saltað og piprað og ólífuolíu dreift yfir. Bakað við við 200° í um 20 mínútur.
Mjúka geitaostinum dreift yfir bökubotninn.
Helmingurinn af graskerinu maukaður ásamt hvítlauknum og salvíunni og smurt yfir geitaostinn. Afganginum af graskerinu dreift yfir ásamt rauðlauknum. Geitaostrúllan skorin í sneiðar og dreift yfir.
Bakað við 200° í 20-30 mínútur.

þriðjudagur, 11. september 2007

Spínat lasagne

Spínatlasagna
12-15 lasagne plötur
600 gr. frosið spínat (eða 1 kg. ferskt)
150 gr. rjómaostur
150 gr. kotasæla
salt, pipar, múskat

Bechamel sósa:
75 gr. smjör
4 matsk. hveiti
5 dl. mjólk
salt og pipar

Ofan á:
2 dl. rifinn ostur
1/2 dl. rifinn parmesan ostur

Setjið spínatið í pott og sjóðið samkvæmt leiðbeiningum á umbúðum. Kreistið mesta vökvann úr því og blandið saman við kotasæluna, rjómaostinn og kryddið.

Bræðið smjörið, hrærið hveitinu saman við og látið sjóða í nokkrar mínútur. Bætið mjólkinni í og látið sjóða þar til sósan þykknar. Kryddið með salti og pipar.

Setjið þunnt lag af bechamel sósu í botninn á eldföstu móti, lasagne plötur þar yfir, þriðjung af spínatblöndunni og bechamel sósu þar yfir. Endurtakið og dreifið að lokum rifna ostinum og parmesan ostinum yfir.

Bakið við 180° í um 30 mínútur.

Borið fram með hvítlauksbrauði og salati.
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...