þriðjudagur, 9. júní 2015

Sveppa Carbonara

Spaghetti með sveppum 400 gr. spaghetti
250 gr. sveppir
30 gr. þurrkaðir sveppir
50 gr. smjör
6 Brúnegg
1 dl. rjómi
100 gr. rifinn ostur
50 gr. rifinn parmesan ostur
Pipar og salt

Byrjið á að leggja þurrkuðu sveppina í bleyti samkvæmt leiðbeiningum á umbúðum. Saxið fersku sveppina og steikið í smjörinu. Blandið þurrkuðu sveppunum saman við og steikið áfram í nokkrar mínútur.
Hrærið egg og rjóma saman í skál og saltið lítillega. Sjóðið spaghetti, hellið vatninu frá og setjið aftur í pottinn. Blandið sveppum, rifnum osti og parmesan osti saman við, setjið pottinn aftur á helluna, hellið eggjahrærunni yfir og hrærið stöðugt. Athugið að eggin eiga að þykkna við hitann frá spaghettinu en ekki að "skramblast".
Setjið í skál og kryddið vel með svörtum pipar og rifnum parmesanosti.


Við notum eggin frá

þriðjudagur, 5. maí 2015

Sveppa stroganoff

Sveppastroganoff
2 laukar
750 gr. sveppir
1/2 líter rjómi
70 gr. tómatpure (lítil dós)
1 dl. söxuð steinselja
1/4 tesk. karrý
salt og pipar

Saxið laukinn smátt og mýkið á pönnu. Grófsaxið sveppina og bætið þeim á pönnuna ásamt karrýduftinu. Þegar sveppirnir eru steiktir er rjómanum hellt út á ásamt tómatpure og látið sjóða í nokkrar mínútur eða þar til sósan hefur þykknað örlítið. Bætið þá steinseljunni saman við og bragðbætið með salti og pipar.

Berið fram með soðnum hrísgrjónum eða pasta

fimmtudagur, 30. apríl 2015

Köld salsadýfa

Köld salsadýfa Dýfan:
200 gr. rjómaostur
1/2 dós sýrður rjómi
1 krukka af salsa sósu (medium)

Ofan á:
2 tómatar
1/2 paprika
1/2 rauðlaukur
1/2 dl. rifinn ostur
1/2 dl. steinselja

Setjið rjómaost, sýrðan rjóma og salsa sósu í hrærivélarskál og hrærið vel saman. Setjið í form eða skál. Takið fræin úr tómötunum og saxið þá mjög smátt ásamt paprikunni og lauknum. Blandið saman við rifna ostinn og steinseljuna og dreifið yfir dýfuna. Berið dýfuna fram kalda með tortillaflögum.

Athugið að dýfan er ekki bökuð!

laugardagur, 25. apríl 2015

Ítölsk Caprese baka

Ítölsk tómatbaka Botn:
1 bolli spelt eða hveiti
80 gr. smjör
1 matsk. sesamfræ
1 tesk. sjávarsalt
1/2 tesk. þurrkað basil
3 matsk. kalt vatn  

Fylling:
2 mozzarella kúlur
3-4 tómatar
ca. 20 basilblöð
3 Brúnegg
1 1/2 dl. rjómi
salt og svartur pipar

Hrærið saman allt sem á að fara í bökudeigið og fletjið út í bökudisk. Bakið botninn við 175° í 30 mínútur.

Skerið mozzella ostinn og tómatana í sneiðar og raðið í bökubotninn. Stingið basil blöðunum inn á milli sneiðanna. Þeytið saman egg og rjóma og bragðbætið með salti og pipar. Hellið eggjablöndunni yfir tómatana og ostinn og bakið bökuna við 175° í 30 mínútur.


Við notum eggin frá

fimmtudagur, 23. apríl 2015

Kjúklingasalat með tælenskri sósu

Tælenskt kjúklingasalat 700 gr. beinlaus kjúklingur, bringur eða læri

Marinering:
1/2 dl. þurrt sérrí
1/2 dl. sojasósa
1 matsk. rifinn engifer
3 hvítlauksrif

Sósa:
1/2 dl. hoisin sósa
2 matsk. pálmasykur
2 matsk. hvítvínsedik
1 matsk. ólífuolía

1 tesk. sesamolía

1/2 dl. ristuð sesamfræ
1 rauðlaukur
1 poki af fersku salati eftir smekk
1 bakki kirsuberjatómatar
1 mangó
1 bakki fersk jarðarber

Blandið saman öllu sem á að fara í marineringuna. Takið 1/2 dl. af leginum til hliðar og geymið. Skerið kjúklinginn í litla bita, blandið honum saman við marineringuna og látið standa í eina klukkustund. Steikið síðan á pönnu í 5-10 mínútur eða þar til kjötið er eldað.

Setið allt hráefnið fyrir sósuna í pott ásamt marineringunni sem var tekin frá. Látið sjóða í 3-4 mínútur, takið af hitanum og blandið sesamolíunni saman við.

Salatið og ávextirnir skorið niður og sett á fallegt fat eða í skál. Kjúklingurinn settur yfir ásamt lauknum og sósunni hellt yfir. Dreifið að lokum ristuðum sesamfræjum yfir.

föstudagur, 17. apríl 2015

Skúffukaka

Súkkulaðikaka
2 bollar hveiti
1 1/2 bolli sykur
1 1/2 tesk. lyftiduft
1/2 tesk. matarsódi
1 tesk. salt
1 dl. kakó
140 gr. brætt smjör
1 bolli mjólk
2 Brúnegg
1 tesk. vanilludropar.

Hráefnið sett í skál og hrært vel saman. Deigið sett í smurt og pappírsklætt form (ca. 25x35 sm.) og bakað við 175° í um 25 mínútur eða þar til kakan er bökuð - gætið þess þó að baka hana ekki of lengi  

Krem: (frá eldhussogur.com)
25 gr. smjör
1/2 dl. rjómi
200 gr. Pipp með karamellukremi

Allt sett saman í pott og brætt við vægan hita þar til súkkulaðið er bráðið og kremið er slétt og glansandi.  Kreminu smurt yfir kökuna þegar hún hefur kólnað.

Gott er að skreyta kökuna með ferskum ávöxtum eða sælgæti (t.d. lakkrískurli). Einnig má setja á kökuna glassúr eða súkkulaði smjörkrem


Við notum eggin frá

föstudagur, 3. apríl 2015

Confit andalæri (Confit de Canard)

Confit andaleggir
6-8 andalæri með legg
2 matsk. sjávarsalt
1 tesk. svartur pipar
1 tesk. þurrkað timian
2 lárviðarlauf, mulin

Raðið andalærunum í einfalt lag í ofnpott eða eldfast mót og dreifið saltinu og kryddinu yfir. Látið standa í ísskáp í einn sólarhring.

Þurrkið mesta saltið af lærunum og setjið þau aftur í pottinn. Lokið pottinum og eldið við 160° í 3 klukkustundir. Takið lokið af pottinum og eldið lærin áfram í hálfa klukkustund. Látið standa í 20 mínútur og berið fram með kartöflugratíni og grænu salati.

Geymið fituna sem kemur þegar lærin eru elduð því hún er frábær til að elda ofnbakaðar kartöflur (Roast potatoes).

sunnudagur, 29. mars 2015

Dajm ísterta

Daim ístertaBotn:
3 Brúnegg eggjahvítur
2 dl. sykur
50 gr. saxaðar salthnetur

Eggjahvíturnar þeyttar þar til þær eru stífar, þá er sykurinn settur saman við og þeytt vel. Hnetunum blandað varlega saman við, deigið sett í pappírsklætt springform og bakað við 130° í eina klukkustund. Látið botninn kólna í forminu en losið hliðarnar á kökunni frá forminu.  

Krem:
3 Brúnegg eggjarauður
1 dl. sykur
4 lítil Dajm súkkulaði
4 dl. þeyttur rjómi

Eggjarauður og sykur þeytt vel. Dajm súkkulaðið saxað og bætt út í og að lokum þeytta rjómanum. Kremið sett yfir botninn í forminu og kakan fryst.

Best er að taka kökuna úr frysti 15-20 mínútum áður en á að borða hana.


Við notum eggin frá

sunnudagur, 8. mars 2015

Marens rúlluterta

Súkkulaðimarens rúlluterta
5 Brúnegg eggjahvítur
250 gr. sykur
3 matsk. maizenamjöl
2 matsk. kakó
3 dl. rjómi
1 poki frosin hindber
50 gr. súkkulaði

Þeytið eggjahvíturnar og blandið sykrinum smátt og smátt saman við. Hrærið maizenamjölinu og kakóinu sman við eggjahræruna og dreifið blöndunni á smjörpappírsörk. Bakið við 180° í 20 mínútur og og hvolfið á sykurstráðan smjörpappír. Látið kökuna kólna í 30 mínútur, rúllið henni þá upp og látið hana bíða þannig þar til rjóminn er settur á milli. Rúllið kökunni þá út, smyrjið yfir hana þeyttum rjómanum og dreifið hindberjunum yfir. Rúllið aftur upp og setjið á disk með samskeytin niður. Bræðið súkkulaðið og skreytið kökuna með því ásamt nokkrum berjum ef vill.


Við notum eggin frá

laugardagur, 7. mars 2015

Saltfiskur með humarhölum

saltfiskur með humar
1 kg. saltfiskhnakkar
500 gr. skelflettir humarhalar
5 hvítlauksrif
150 gr. smjör
2 dl. söxuð steinselja

Skerið saltfiskinn í bita og veltið honum upp úr hveiti. Léttsteikið bitana þar til þeir eru eldaðir í gegn og setjið á djúpan framreiðsludisk. Bræðið smjörið við vægan hita og setjið saxaðan hvítlauk og humar saman við. Eldið við vægan hita þar til humarinn er eldaður en gætið þess að hvítlaukurinn brúnist ekki. Blandið steinseljunni saman við og hellið yfir saltfiskbitana.

Berið fram með góðu brauði og salati
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...