föstudagur, 31. júlí 2015

Saltfiskur í saffransósu

Saltfiskur í saffran sósu
1 kg. saltfiskhnakkar
1 laukur
1 rautt chili, fræhreinsað og skorið smátt
1 gr. saffran
4-5 dl. rjómi
1 dl söxuð steinselja
Salt og pipar

Saxið laukinn smátt og mýkið á pönnu. Bætið chilinu saman við ásamt rjómanum og saffraninu. Látið sjóða í nokkrar mínútur og bragðbætið með salti og pipar. Ef sósan er of þykk má bæta í hana meiri rjóma eða mjólk. Hrærið að lokum steinseljunni saman við og haldið sósunni heitri meðan fiskurinn er steiktur.

Roðflettið fiskinn og skerið í bita. Veltið bitunum upp úr hveiti og steikið á vel heitri pönnu í ca. 2 mínútur á hvorri hlið eða þar til fiskurinn er steiktur í gegn. Gætið þess að ofelda fiskinn ekki.

Setjið sósuna í djúpt fat og leggið fiskbitana ofan á. Stráið örlitlu af saxaðri steinselju yfir réttinn áður en hann er borinn fram.

sunnudagur, 26. júlí 2015

Kryddbrauð

Kryddbrauð100 gr. pálmasykur
200 gr. spelt
50 gr. haframjöl
2 tesk. matarsódi
1 tesk. kanell
1/2 tesk. negull
1/2 tesk. engifer
1/2 tesk. allrahanda
2 Brúnegg
80 gr. smjör
2 dl. ab mjólk

Blandið öllum þurrefnunum saman í stórri skál. Bræðið smjörið og blandið því saman við ab mjólkina. Hrærið eggjunum saman við og hrærið eggjablöndunni saman við þurrefnin. Setjið deigið í smurt og pappírsklætt jólakökuform og bakið við 180° í um 45 mínútur eða þar til brauðið er bakað.

Gott er að borða brauðið með smjöri


Við notum eggin frá

þriðjudagur, 14. júlí 2015

Rabarbara og jarðarberja sulta

Rabarbarasulta með jarðarberjum750 gr. rabarbari
500 gr. frosin jarðarber
1 kg. sykur
1/8 tesk. salt

Skerið rabarbarann smátt og setjið í pott ásamt jarðarberjum og sykri. Látið standa í pottinum í nokkrar klukkustundir eða yfir nótt. Komið upp suðu og látið sjóða við vægan hita í um 30 mínútur eða þar til sultan er þykk og samfelld. Hrærið oft í pottinum meðan sultan sýður og reynið að merja berin og rabarbarann eins og hægt er. Ef vill má einnig setja sultuna í hakkavél eða mauka hana þegar hún er soðin. Setjið sultuna í heitar sótthreinsaðar krukkur.

mánudagur, 13. júlí 2015

Kjúklingur með chili og fennel kryddlegi

Kjúklingur með chili og fennel
1 kg. kjúklingur (mér finnst gott að nota beinlaus læri með skinni)  

Kryddlögur:
1/2 dl. ólífuolía
2 tesk. turmerik
2 tesk. chili flögur
2 tesk. fennel
2 tesk. sjávarsalt
1 tesk. svartur pipar

Öllu sem á að fara í kryddlöginn er blandað saman og honum svo hellt yfir kjúklingabitana. Látið standa í tvær klukkustundir. Ef notaður er kjúklingur með beini má hann liggja mun lengur eða í 3-4 klukkustundir.

Kjúklinginn má annað hvort grilla á útigrillli eða elda í ofni við 175° í um 40 mínútur.

Þessi kryddlögur er líka mjög góður á saltfisk.

sunnudagur, 12. júlí 2015

Kartöflusalat með chili og kapers

Kartöflur með chili og kapers750 gr. kartöflur
2 rauð chili, fræhreinsuð og söxuð smátt
1 dl. kapers (ein lítil krukka)
50 gr. smjör
1 matsk. ólífuolía
1 dl. steinselja
salt og pipar

Sjóðið kartöflurnar og skerið þær í bita. Ef notaðar eru nýjar kartöflur er gott að hafa hýðið á þeim.
Bræðið smjörið á pönnu og blandið ólífuolíunni saman við. Setjið kartöflurnar á pönnuna og leyfið þeim að brúnast lítillega. Bætið þá chili og kapers við og látið malla í nokkrar mínútur. Bragðbætið með salti og pipar og stráið að lokum steinseljunni yfir.

laugardagur, 11. júlí 2015

Saltfiskur frá Spáni

Spænskur saltfiskur800 gr. saltfiskur
1 laukur
4 hvítlauksrif
1 rauð paprika
200 gr. frosnar grænar baunir
2 dósir niðursoðnir tómatar
1 matsk. hunang
4 harðsoðin Brúnegg
1 dl. söxuð steinselja
salt og pipar

Steikið lauk ásamt papriku og hvítlauk í olíu þar til laukurinn er orðinn glær. Tómötunum bætt á pönnuna og látið sjóða vel saman þar til sósan þykknar. Bætið þá hunanginu saman við og bragðbætið með salti og pipar.

Veltið fisknum upp úr hveiti og steikið í heitri olíu. Setjið fiskstykkin í sósuna, raðið eggjabátum ofan á og stráið saxaðri steinselju yfir.

Borið fram með góðu brauði og salati.


Við notum eggin frá

fimmtudagur, 9. júlí 2015

Ostakaka með Daim botni

Ostakaka með dajm botni
Hugmyndin að botninum á þessari köku kemur héðan

Botn:
300 gr. Daim súkkulaði (ca. 10 lítil stykki)
2 matsk. brætt smjör  

Fylling:
400 gr. rjómaostur
1/2 líter rjómi, þeyttur
2 dl. flórsykur
1 tesk. vanilluduft  

Ofan á:
Ferskir ávextir - til dæmis jarðarber, bláber og kiwi

Setjið Daim súkkulaðið í matvinnsluvél og maukið vel. Blandið brædda smjörinu saman við og setjið í botninn á formi.

Hrærið vel saman rjómaost, flórsykur og vanilluduft og blandið síðan þeytta rjómanum saman við. Setjið fyllinguna ofan á botninn í forminu.

 Skreytið kökuna fallega með ferskum ávöxtum og geymið í kæli þar til hún er borðuð.

þriðjudagur, 9. júní 2015

Sveppa Carbonara

Spaghetti með sveppum 400 gr. spaghetti
250 gr. sveppir
30 gr. þurrkaðir sveppir
50 gr. smjör
6 Brúnegg
1 dl. rjómi
100 gr. rifinn ostur
50 gr. rifinn parmesan ostur
Pipar og salt

Byrjið á að leggja þurrkuðu sveppina í bleyti samkvæmt leiðbeiningum á umbúðum. Saxið fersku sveppina og steikið í smjörinu. Blandið þurrkuðu sveppunum saman við og steikið áfram í nokkrar mínútur.
Hrærið egg og rjóma saman í skál og saltið lítillega. Sjóðið spaghetti, hellið vatninu frá og setjið aftur í pottinn. Blandið sveppum, rifnum osti og parmesan osti saman við, setjið pottinn aftur á helluna, hellið eggjahrærunni yfir og hrærið stöðugt. Athugið að eggin eiga að þykkna við hitann frá spaghettinu en ekki að "skramblast".
Setjið í skál og kryddið vel með svörtum pipar og rifnum parmesanosti.


Við notum eggin frá

þriðjudagur, 5. maí 2015

Sveppa stroganoff

Sveppastroganoff
2 laukar
750 gr. sveppir
1/2 líter rjómi
70 gr. tómatpure (lítil dós)
1 dl. söxuð steinselja
1/4 tesk. karrý
salt og pipar

Saxið laukinn smátt og mýkið á pönnu. Grófsaxið sveppina og bætið þeim á pönnuna ásamt karrýduftinu. Þegar sveppirnir eru steiktir er rjómanum hellt út á ásamt tómatpure og látið sjóða í nokkrar mínútur eða þar til sósan hefur þykknað örlítið. Bætið þá steinseljunni saman við og bragðbætið með salti og pipar.

Berið fram með soðnum hrísgrjónum eða pasta

fimmtudagur, 30. apríl 2015

Köld salsadýfa

Köld salsadýfa Dýfan:
200 gr. rjómaostur
1/2 dós sýrður rjómi
1 krukka af salsa sósu (medium)

Ofan á:
2 tómatar
1/2 paprika
1/2 rauðlaukur
1/2 dl. rifinn ostur
1/2 dl. steinselja

Setjið rjómaost, sýrðan rjóma og salsa sósu í hrærivélarskál og hrærið vel saman. Setjið í form eða skál. Takið fræin úr tómötunum og saxið þá mjög smátt ásamt paprikunni og lauknum. Blandið saman við rifna ostinn og steinseljuna og dreifið yfir dýfuna. Berið dýfuna fram kalda með tortillaflögum.

Athugið að dýfan er ekki bökuð!
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...